Stefán & Katrín eigendur ghostbox.is eru hjón og fjögurra barna foreldrar.
Þau hafa starfað í andlegum málefnum í mörg ár og halda úti m.a. hlaðvörpunum Draugasögur Podcast & Sannar Íslenskar Draugasögur þar sem þau tala um allt sem tengist því yfirnáttúrulega og því óþekkta. Samhliða því hafa þau aðstoðað fjöldan allan af fólki hér á landi sem hefur verið að kljást við erfiðar ásóknir á heimilum sínum.
Katrín er skyggn og hefur verið það frá barnsaldri. Hún hefur alltaf haft áhuga á andlegum málefnum, en sá áhugi varð enn sterkari þegar hún greindist með þrjá ólæknandi verkjasjúkdóma – lúpus, vefjagigt & endometriosis. Með þessar greiningar þurfti hún að gera miklar breytingar í sínu lífi. Hún gat ekki lengur gert það sem hún var vön að gera og það var mikið áfall.
En í þessu öllu saman sökkti hún sér í að finna náttúrulegar leiðir til þess að hjálpa sér í hinu daglega lífi. Hún bendir á mikilvægi þess að stoppa, vera í núvitund og í góðri tengingu við líkama og sál.
Því má finna allskonar vörur á ghostbox.is eins og olíur, reykelsi og orkusteina sem að hún sjálf notar í sínu andlega ferðalagi og til þess að hjálpa sér með verki, þreytu og andlega líðan. Þetta vöruúrval mun síðan aukast með tímanum því hún er alltaf að leita að einhverju nýju sem getur hjálpað.
Stefán John hefur gríðarlega þekkingu á andlegum málefnum bæði því góða og því slæma.
Hann hefur unnið náið með kaþólskum prestum um land allt og lokið ýmsum kúrsum um djöflafræði. Ofsóknir á heimilum fólks og vinnustöðum er mun algengari en fólki grunar, og er raunveruleikinn í starfi þeirra Katrínar.
Stefán er fyrstur á staðinn þegar aðstoða þarf fólk sem glímir við erfiðar ásóknir.
Í gegnum árin hafa hjónin fengið mörg neyðarköll sem borist hafa frá öllum landshlutum og þar sem Stefán hefur yfirgripsmikla þekkingu á Sage-um, sögunni á bakvið þau og notkunargildi þótti nauðsynlegt að bjóða uppá traustverðar vörur sem þau hjón nota sjálf þegar á þarf að halda.
Vörur sem virka og þau mæla heilshugar með.
Ekki bara til hreinsunar á óvelkomnum orkum á heimilum heldur líka sem forvörn.
Það er Stefáni hjartans mál að sem flestir fylli heimilin sín af jákvæðri orku og Sage-i reglulega og það með einlægum og einbeittum ásetningi til að fyrirbyggja að hið neikvæða komi inn fyrir griðarstað fjölskyldna. Bæði neikvæð orka sem ekki er af okkar heimi en líka þeirri sem við sjálf gefum stundum frá okkur í amstri dagsins.
Ghostbox.is er meira en bara verslun, þetta er lífstíll.
VINSAMLEGAST ATH! GHOSTBOX.IS ER EINGÖNGU VEFVERSLUN
Leyfðu okkur að vera partur af þínu andlega ferðalagi og ekki hika við að hafa samband ef þig vantar ráðleggingar eða aðstoð á ghostbox@draugasogur.com