Orkustöðvarnar (7 chakras)

Orkustöðvarnar (7 chakras)

Orðið Chakra, eða orkustöð á íslensku, kemur úr Sanskrít og merkir hjól eða diskur. Orkustöðvarnar snúast eins og hjól af orku og mynda hringiðu í líkamanum. Þær eru í kringum 8-10 cm í ummál. Þá eru einnig til minni orkustöðvar (eða orkupunktar) sem eru um 2-3 cm í ummál en þeir eru hundruð talsins. 

Það er talað um sjö aðal orkustöðvar líkamans og liggja þær meðfram hryggnum. Fyrstu orkustöðina má finna neðst á hryggnum og þær leiða svo upp að hvirfli. 
Hver og ein orkustöð hefur ákveðin eiginleika og lit sem helst í hendur við tíðni orku hverrar stöðvar. 

Orkustöðvar geta snúist réttsælis, rangsælis eða verið alveg stopp. Þegar þær snúa réttsælis er líkaminn að taka inn lífsorku (prana), brjóta hana niður og senda eftir orkubrautum líkamans. Þegar þær snúa rangsælis eru orkustöðvarnar að hreinsa sig og losa sig við orku. Ef orkustöð er algjörlega stopp má segja að hún sé í ójafnvægi og getur þá hvorki tekið inn lífsorku né hreinsað sig. Þá er mikilvægt að koma jafnvægi aftur á er að það hægt með meðal annars hugleiðslu, hreyfingu og öndunaræfingum.

 

Orkustöðvarnar sjö:

 1. Rótarstöðin (root chakra / muladhara chakra) er staðsett neðst á spjaldhrygg og hefur rauðan lit. Hún stjórnar líkamlegri starfsemi og skynjun. Hún stjórnar þá orkustraumum til meiri hluta neðri líkama auk tanna og ónæmiskerfis.
 
Rótarstöðin hjálpar okkar að upplifa öryggi og jafnvægi í lífinu auk þess að hjálpa við jarðtengingu. Þegar stöðin er í jafnvægi upplifir einstaklingur jákvæðar tilfinningar, sjálfstraust, sjálfsöryggi og styrk.
 
Ef hún er ekki í jafnvægi getur einstaklingur upplifað óstöðugleika, minni hvata, hræðslu og skert sjálfstraust. Rótarstöðinni má líkja við rætur trés. Ef ræturnar eru ekki í lagi er ekkert í lagi. Til að koma jafnvæginu aftur á er mikilvægt að taka sjálfstæðar ákvarðanir, vera sannur sjálfum sér og reyna að koma hugmyndum í framkvæmd.
 
 2. Hvatastöðin (sacral shakra / svadhisthana chakra) er staðsett í neðri maga og stjórnar orkustraumum til þess svæðis. Litur hennar er appelsínugulur. Það má segja að þessari stöð tilheyri allt sem kallast leikur s.s. kynlíf og að njóta gæða líkt og matar en eðlileg starfsemi hennar felst í því að geta notið lífsins. Þá býr sköpunargáfan einnig í henni.

 Þessi stöð fer auðveldlega úr jafnvægi og er misnotkun gæðanna sem okkur eru gefin helsta ástæðan. Við ójafnvegi getur einstaklingur upplifað sköpunar-leysi og neikvæðar tilfinningar. Þá er gott að fara í vatn og synda eða fara í langan göngutúr í náttúrunni til að koma jafnvægi aftur á.
 
 3. Solarplexus (manipura chakra) er staðsett á milli nafla og neðstu rifbeina og stjórnar orkuflæði á því svæði auk taugakerfis og annarra vöðva. Litur hennar er gulur. Ef stöðin er í jafnvægi getur einstaklingur tjáð tilfinningar sínar auðveldlega og reynir ekki að fela þær fyrir öðrum. Hún sér um sjálfstraust, sjálfsmynd auk þess að einstaklingur upplifir stjórn í eigin lífi.
 
Ef stöðin er í ójafnvægi er möguleiki á að einstaklingur upplifi þunglyndi og reiði eða að hann sé ófær um að stjórna eigin tilfinningum. Til að styrkja hana og koma á jafnvægi er mikilvægt að vera opinskár um tilfinningar og tala fallega til og um sjálfan sig.
 
 4. Hjartastöðin (heart chakra / anahata chakra) er staðsett við hjartað og hefur grænan lit. Í henni býr allur kærleikur, ást, traust og ástríða.
 Þegar stöðin er í jafnvægi er einstaklingur drifinn, vinalegur, samúðarfullur og umhyggjusamur.
 
Ef stöðin er í ójafnvægi getur einstaklingur upplifað reiði, vantraust og ótta. Til að koma jafnvægi aftur á er mikilvægt að gefa af okkur án þess að búast við neinu til baka og þykja vænt um sjálfan sig og aðra.
 
 5. Hálsstöðin (Throat chakra / vishuddha chakra) er, eins og nafnið gefur til kynna, staðsett í hálsinum og hefur hún bláan lit. Hún er tengd innblæstri, trú og jákvæðri tjáningu. Þegar stöðin er í jafnvægi bætir hún sköpunargáfu og samskiptafærni.
 
Þegar stöðin er í ójafnvægi er einstaklingur þögull og á erfitt með að tjá það sem hann vill koma á framfæri. Til að að styrkja hana og koma á jafnvægi þarf að tala sinn vilja.
 
 6. Ennisstöðin (third eye chakra / ajna chakra) er í enninu og litur hennar er fjólublár. Hún stjórnar bæði heilanum og líkamanum í heild sinni. Þegar stöðin er í jafnvægi upplifir einstaklingur mikið sjálfstraust, verður sinn eigin herra og þarfnast ekki efnislegra hluta.
 
Þegar hún er í ójafnvægi kemur það fram í ofhugsun og því að hræðast velgengni eða jafnvel egoisma. Til að styrkja hana er gott að hugleiða, æfa þakklætið og gera barnslega hluti.
 
 7. Höfuðstöðin (Crown chakra / Sahastrara chakra) er staðsett efst í höfðinu og litur hennar er ljómandi hvítur eða fjölublár. Þessi stöð er aðal innkomuleið lífsorkunnar og tengir einstakling við æðra sjálfið og visku. Í jafnvægi finnur einstaklingur innri frið, skilning á andlegum málefnum og hefur skýra sín á heiminn.
 
Þegar hvirfilstöðin er í ójafnvægi upplifir einstaklingur stanslausan pirring og depurð. Til að koma henni í jafnvægi á ný og styrkja hana er gott að hugleiða á hverjum degi, biðja fyrir frið og vera þakklátur fyrir lífið.

Hlutir sem geta hjálpað við að koma orkustöðvum í jafnvægi:

 Hér á Ghostbox má finna nokkra muni sem geta hjálpað þeir við að koma orkustöðvunum í jafnvægi.

7 chakra kristalla kertið er skreytt með sjö steinum sem tákna örkustöðvarnar. Kristallarnir eru í lit sem samsvarar hverri stöð s.s. rauður jasper fyrir rótarstöðina og aquamarine fyrir hálsstöðina. Kveiktu á kertinu þegar þú hugleiðir, finndu lyktina og og stígðu inn í núið. Þú getur svo átt steinanna þegar kertið er alveg brunnið.

7 chakra kertin eru sjö litrík kerti sem samsvara hverri orkustöð. Þú getur notað þessi kerti eins og þú vilt. Annaðhvort til skrauts eða með því að taka eina orkustöð fyrir daglega í eina viku.

Þú byrjar á rótarstöðinni (rauða kertinu) og vinnur þig svo upp. Í hvert skipti sem þú kveikir á nýju kerti skaltu gera það með ásetningi. Gefðu hverri orkustöð sinn tíma og komdu jafnvægi á huga og sál.

7 chakra reykelsin koma með ilm frá öllum heimshornum sem hefur áhrif á orkustöðvarnar okkar. Fullkomin í hugleiðsluna og þá sérstaklega með chakra reykelsisstandinum.

7 chakra sage boxið inniheldur White Sage með rósablöðum sem minna okkur á orkustöðvarnar okkar. Þetta Sage er notað til þess að hreinsa áruna, fyrir hugleiðslu eða bænastund. 

Prófaðu þig áfram og gangi þér vel :) 

Aftur á blogg