Orkusteinar og tilgangur þeirra

Orkusteinar og tilgangur þeirra

ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM ORKUSTEINA!

Orkusteinar, eða kristallar, eru eitt af þeim fjölmörgum tólum sem hægt er nýta í yfirnáttúlegum tilgangi. Þeir koma beint frá móður jörð og hafa því mikla orku að geyma. Engin orkusteinn er eins, hvorki í útliti né í tilgangi. Hér munum við skoða hvernig við getum nýtt orkusteina í okkar daglega lífi.

 ORKAN Í ORKUSTEINUM

 Þó nafnið gefi til kynna að orkusteinar gefi frá sér ákveðna orku er það ekki endilega svo. Þó steinarnir búi auðvitað sjálfir yfir ákveðinni orku er hver og einn steinn meira eins og tákn fyrir þína eigin orku sem þú vilt beisla eða vinna með. Þó að ákveðnir orkusteinar séu sagðir geyma ákveðna eiginleika þarf að meðhöndla orkusteininn, s.s. finna hvernig hann liggur í lófanum eða nota hann við hugleiðslu, til að skynja hvað nákvæmlega hann gerir fyrir þig.

AÐ VELJA ORKUSTEIN 

Þegar kemur að því að velja orkustein er best að treysta innsæinu og finna út hvaða steinn kallar til þín. Þó virðist stundum eins og steinninn sjálfur kalli á manneskju. Það verður einhverskonar tenging við fyrstu sín milli orkusteinsins og manneskjunnar sem á hann lítur.

 Mikilvægt er að hengja sig ekki alltaf á nákvæmar skilgreiningar um hvað steinninn á að gera heldur skynja sjálf hvernig hann mun vinna og virka fyrir ykkur. Það sem þú skynjar er rétt fyrir þig og engar leiðbeiningar eru til um það hvað þú átt að finna þegar þú sérð eða handleikur orkusteina.

 

HVERNIG Á AÐ NOTA ORKUSTEINA?

Þegar þú ert komin með orkustein í hendurnar er mikilvægt að byrja á því að hreinsa hann. Það er hægt að gera með því að handleika hann og nota hugarorkuna eða með hjálp frá öðrum tólum líkt og reykelsum. Við mælum sérstaklega með að nota white sage reykelsin þar sem það er einstaklega gott til að hreinsa bæði orku, heimili, hluti og þig. Svo þarf að hreinsa þá reglulega eftir það.

Orkusteina er svo hægt að nota á allskonar mismunandi hátt. Til dæmis er hægt að halda á þeim í höndunum við hugleiðslu og vera þá með jákvæðan andlegan ásetning. Þá er einnig hægt að geyma hann í vasanum, undir koddanum á nóttunni eða ganga með þá sem skartgripi.

 

Steinana má einnig nota við heilun. Talið er að litir orkusteina passi við þá orkustöð sem hefur samskonar lit s.s. gulur fyrir solarplexus og appelsínugulur fyrir magstöðina. Við heilun er hægt að leggja viðeigandi orkustein á samsvarandi orkustöð.

 

ORKUSTEINAR Á GHOSTBOX

Amethyst er talin örva hugan og dýpka tilfinningagreind. Þá færir hann okkur einnig ró. Gott er að geyma steininn á náttborðinu þar sem hann getur hjálpað til við að fá góðan svefn og vinnur á martröðum.

Rose Quartz hvetur undir sjálfstraust og sjálfs-ást. Þá hjálpar hann okkur að fyrirgefa og sýna samkennd.

Blóðsteinn er sagður auka hugrekki og kraft/styrk. Hann hjálpar þá líka með auka hvatningu og ýtir undir skapandi orku.

Petrified Wood steinar hjálpa okkur að vera í tengingu við móður náttúru. Þeir bera mikla visku og vernd auk þess að hafa róandi áhrif og veita innri frið.

Hvítur Howlite Steinn kemur jafnvægi á orkuflæði líkamans og veitir ró. Sagt er að gráu línurnar á yfirborði hans séu eins og óvelkomnar hugsanir sem koma upp úr þurru sem þarf að taka eftir og svo leyfa þeim að fara sína leið. Gott er að nota þennan stein í hugleiðslu.

Brecciated Jasper er mjög öflugur verndarsteinn sem er eins og skjöldur gegn neikvæðri orku. Hann er upplífgandi og getur hjálpað okkur að hugsa skýrt, vera jarðtengd og jákvæð.

Hvítt Jasper armbandið táknar frið, von og æðruleysi. Hann hjálpar okkur að vera í jafnvægi og opnar rótarstöðina. Þá verndar hann okkur einnig frá hættum.

Svart Agate armabandið veitir okkur innri styrk, hugrekki og verndar okkur frá neikvæðri orku.

7 Chakra kristalla kertið hefur að geyma einn stein fyrir hverja orkustöð: Red Jasper (rauður fyrir rótarstöðina), Carnelian (appelsínugulur fyrir magastöðina), Citrine (gulur fyrir solarplexus), Emerald (grænn fyrir hjartastöðina), Aquamarine (ljósblár fyrir hálsstöðina), Lapis Lazuli (dökkblár fyrir ennisstöðina) og Amethyrst (fjólublár fyrir höfuðstöðina). Þegar kertið er brunnið getur þú átt kristallana.

Selenite Kristal má líkja við andlega ryksugu. Hann hreinsar og gerir við orkustöðvar sem og áruna.

 

Þú getur skoðað úrvalið af orkusteinum HÉR og svo er um að gera að prófa sig áfram 😊 Gangi þér vel!

 

 

Aftur á blogg