Hvað er sage og hvernig á að nota það?

Hvað er sage og hvernig á að nota það?

 

Í þessu bloggi ætlum við að segja þér allt sem þú þarft að vita um Sage og hvernig á að nota þau. 
Í heimi sem virðist gjarnan fullur af óvissu, óreiðu og jafnvel öngþveiti er nauðsynlegt að við getum hreinsað okkur sjálf, hlutina okkar og heimili af óvelkominni orku.  

Hvaðan kemur Sage og hvað gerir það? 

Sage er hluti af Salvíu plöntu-fjölskyldunni en orðið salvía kemur úr latínu (salvere) og þýðir bókstaflega „við góða heilsu.“ Hefðin að brenna sage kemur frá innfæddum ameríkönum en samkvæmt þeim hreinsar Sage ekki aðeins illa orku heldur græðir, veitir visku og langlífi. Jurtin hefur verið notuð í mörg þúsund ár til þess að hreinsa rými af illum öndum og orku og er einnig þekkt fyrir lækningarmátt sinn. Þegar jurtin er brennd hreinsar hún ekki bara rýmið heldur bætir hún svefn, minni, einbeitingu og innsæi. Þá minnkar hún einnig stress og sótthreinsar loftið á sama tíma.

Hvaða Sage hentar þér best?

Hér á Ghostbox seljum við nokkrar tegundir Sage. Kjarninn í þeim öllum er sá sami, white sage, en síðan er búið að bæta við það hinu og þessu. 

White Sage, eða þetta klassíska, bætir svefn, innsæi, einbeiting og minni. Minnkar stress og kvíða. Hreinsar ekki bara orkuna heldur líka bakteríur og sýkla úr loftinu. Þetta er algengasta Sage-ið sem flestir nota. 

White Sage & Lavender, hér erum við með blöndu af White Sage og Lavender. Það gerir nákvæmlega það sama og hreint White Sage en er líka þetta extra hráefni sem er Lavender. Lavender jurtin er þekkt fyrir að róa líkama og sál, auka hamingju, bæta svefn og veita frið. Hún er fullkomin fyrir hugleiðslu og slökun. Þetta Sage er fullkomið fyrir þá sem vilja góða hreinsun og eru hrifnir af Lavender. 


White Sage & Dragons Blood bolar í burtu illum öndum og verndar bæði fólk og heimili. Hefur stundum verið kallað mótefni við djöflum og hámarkar þannig hreinsun heimilisins. Hér er kjarninn okkar White Sage með extra hráefni sem er Dragons Blood og það er svolítið dýpri og þéttari ilmur heldur en hreint white sage. Þetta sage hentar þeim sem eru að kljást við ásókn á heimilinu sínu, vonda drauma, eða eru að ganga í gegnum erfiðleika í lífinu og þurfa vernd. 

Dream Sage er alveg eins og White Sage, nema örlítið rómantískari útaf rósablaðinu sem er á því, og fyrir vikið gerir það ilminn ögn sætari. Þetta er yndislegt og létt Sage sem er tilvalið fyrir hreinsun og hugleiðslu. 

Chakra Sage er oft notað til þess að hreinsa áruna fyrir hugleiðslu eða bænastund. Það er í kjarnann White Sage en það inniheldur einnig rósablöð í mismunandi litum sem svipa til örkustöðvanna sjö og gefur einnig sætan ilm.

Dragons Blood: Hér erum við með sage sem er að meirihluta Dragons Blood blandað við White Sage. Eins og með hitt Dragons Blood Sage-ið þá veitir það okkur vernd og er sömuleiðis með svolítið dýpri og þéttari ilm. Þetta Sage myndum við mæla með fyrir fólk sem er að þjást reglulega af svefnrofalömun, endurteknum martröðum, eða ásókn inná heimilum sínum.  

Hvernig á að nota Sage?

Þegar þú hefur valið þér sage og ert tilbúin í hreinsun skaltu gera eftirfarandi:

1. Byrjaðu á því að opna alla glugga og hurðir í húsinu.

2. Kveiktu á Sage búntinu þar til nægur reykur hefur myndast. Því meiri reykur, því betra.

3. Byrjaðu svo á því að nota reykinn til að hreinsa hendurnar þínar áður en þú ferð að hreinsa rýmið.

4. Finndu innsta rými hússins og byrjaðu hreinsunina þar en endaðu við útidyrahurðina. Ef um íbúð í fjölbýli er að ræða endar þú við svalahurðina. Þú bakkar út með Sage búntið líkt og þú sért að skúra (nema þú ert að hreinsa loftið en ekki gólfið)

5. Berðu reykinn að öllum hornum frá lofti og niður á gólf. Reykurinn þarf að komast í hvern krók og kima rýmisins svo hreinsun verði sem best.

6. Fikraðu þig áfram í næstu herbergi og opin rými. Mundu að þú ert að fara úr innsta hluta að ysta hluta.

7. Gott er að hafa í huga að andlegur ásetningur skiptir höfuð máli á meðan að á hreinsun stendur. Segðu upphátt, hvíslaðu eða segðu í huganum að öll neikvæð orka sé ekki velkomin á heimilið þitt. Þá má einnig fara með bænir þegar verið er að brenna Sage búntið.

8. Þegar þú ert komin að útidyrahurðinni (eða svalahurðinni ef um íbúð í fjölbýli er að ræða) skaltu slökkva á búntinu. Það gerir þú með því að kæfa það undir kúptri skál eða setja það undir litla vatnsbunu. Þegar þú ert fullviss um að slokknað sé á því er gott að vefja búntiu inn í álpappír og geyma í kassanum.

9. Hafðu alla glugga og hurðar opna í að minnsta kosti 10 mínútur eftir að þú slekkur í búntinu. Þú villt að reykurinn fangi alla neikvæða orku og boli henni út með góðum gegnumtrekk. Lyktin, sem er afskaplega góð og róandi, situr eftir í rúman sólarhring áður en hún hverfur hægt og bítandi.

10. Ef um ásókn sem er að hafa veruleg áhrif á líf þitt er að ræða skalltu endurtaka hreinsun einu sinni í viku. Annars er nóg að gera þetta einu sinni í mánuði til þess að fyrirbyggja og halda góðum anda inná heimilinu.

Nú veist þú hvernig þú getur notað Sage til að hreinsa neikvæða orku í kringum þig. Þá er ekkert þér í fyristöðu en að prófa þig áfram að sjá hvaða tegund er best fyrir þig. Mikilvægt er að hafa í huga að sumir geta verið viðkæmir fyrir reyknum sem fylgir því að brenna Sage. Ef svo er er hægt að nota aðrar aðferðir. Til dæmis er gott að geyma Selenite kristal við útidyrahurðina til að koma í veg fyrir að neikvæð eða vond orka fylgi með inn á heimilið.
Góða hreinsun :)

Skoðaðu úrvalið sem við bjóðum uppá af Sage-um

 

 

Aftur á blogg