Allt sem þú þarft að vita um Dragons Blood

HVAÐ ER DRAGONS BLOOD?

Dragons Blood er resín eða trjákvoða sem finnst í nokkrum tegundum hitabeltis trjáa s.s. Dracaen trjám eða Dreka tré eins og þau eru gjarnan kölluð.
Nafnið Dragons Blood er meðal annars dregið af dökkrauðum lit trjákvoðunnar en það eru engir drekar í Dragons Blood 🙄
 
Dragons Blood hefur verið notað í þúsundir ára meðal annars af forn-Grikkjum og Rómverjum. Þá hefur það einnig verið notað í Indlandi, Kína og í Mið-Austurlöndunum til lækninga en einnig í málningu og auðvitað í trúarlegum og andlegum tilgangi.
 
LÆKNINGARMÁTTUR DRAGONS BLOOD.

Dragons Blood
hefur mikið verið nýtt til lækninga og áður fyrr var því haldið fram að það gæti læknað nánast hvað sem er. Það var gjarnan borið á sár til hraða á og bæta gróanda en það þótti einnig einstaklega gott við meltigartruflun og vandamálum.
Í dag er það mikið notað í húðvörum og nútíma rannsóknir benda til þess að það sé gott að nota á sár, að það sé bakteríudrepandi og jafnvel bólgueyðandi.
Dragons Blood er hægt að fá í smyrslum og einnig í duft formi og er það gjarnan tekið sem bætiefni.
 
ANDLEGUR OG TRÚARLEGUR TILGANGUR DRAGONS BLOOD.
Þó hugsanlegur lækningarmáttur Dragons Blood sé áhugaverður og trjákvoðan hafi verið notað í þeim tilangi í þúsundir ára þekkja þó flestir Dragons Blood fyrir yfirnáttúlegu krafta þess. Talað um er um þrjár notkunarleiðir Dragons Blood:
 
  1. Til að bola í burtu illum öndum: Dragons Blood er stundum kallað mótefni gegn djöflum vegna þeirra miklu hreinsunar eiginleika sem það hefur að geyma. Það er því fullkomið í notkun samhliða sage þegar kemur að því að hreinsa heimilið. Þá hreinsar þannig einnig andrúmsloftið á sama og orkuna.
  1. Til að vernda: Á sama tíma og Dragons Blodd bolar burt illum öndum verndar það líka. Oft er sagt að það búi til nokkurskonar skjöld í milli þess sem er að nota það og neikvæðrar orku / illlum öndum. Hvítt sage og Dragons Blood er því fullkomin blanda ef um alvarlega ásókn er að ræða.

  2. Til að græða eða koma á sátt: Dragons Blood hefur ekki aðeins verið notað til að græða líkamann heldur einnig andan og koma þannig á sátt. Lyktin sem Dragons Blood gefur frá sér þegar það er brennt hefur róandi áhrif á hugan, laðar að sér jákvæða orku og hjálpar þér að finna innri frið
 
 
VÖRUR MEÐ DRAGONS BLOOD
Hjá Ghostbox finnur þú tvennskonar vöru sem innihalda Dragons Blood.
Hvítt sage og Dragons Blood er fullkomið þegar kemur að því að hreinsa þig, heimilið þitt og hlutina þína. Þessi blanda hámarkar hreinsun í hvert einasta skiptið. Búntið kemur í tveimur stærðum og er fullkomið til þess að nota við hreinsun í upphafi mánaðars eða þegar um alvarlegar ásóknir er um að ræða.
 
Til að læra meira um sage og hvernig á að nota það getur þú lesið bloggið okkar „Allt sem þú þarft að vita um sage.“
 
Dragons Blood reykelsið er fullkomið í hugleiðsluna og þegar mikil þörf er á slökun og jákvæðri orku. Lyktin sem það gefur frá sér hjálpar þér að stíga inn í núvitud og tengjast þínu æðra sjálfi.

 Hér eru linkar á vörurnar sem við ræðum um í þessu bloggi: 

Prófið ykkur áfram og gangi ykkur vel🙂